Fréttir
-
21. desember 2018
Skemmtilegt lesefni yfir jólin: Fjarðaálsfréttir 2018 eru komnar út
Fjarðaálsfréttir 2018 eru komnar út en þær hafa komið út á hverju hausti síðan árið 2008. Í þeim er að finna skemmtileg viðtöl, áhugavert efni um áliðnaðinn, fréttir af framleiðslu Fjarðaáls og margt fleira. Blaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á Mið-Austurlandi, allt frá Djúpavogi til Vopnafjarðar. Forsíðuna í...
meira -
19. desember 2018
Rúmar 27 milljónir veittar í styrkúthlutun Fjarðaáls 2018
Þann 11. desember var úthlutað við formlega athöfn í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði hluta þeirra samfélagsstyrkja sem Fjarðaál veitti á árinu 2018. Um var að ræða styrki úr Styrktarsjóði Fjarðaáls fyrir samtals 18 milljónir, styrki úr íþróttasjóðnum Spretti fyrir 2,5 milljónir og einnig var formlega afhentur styrkur frá Samfélagssjóði Alcoa...
meira -
18. desember 2018
Hreindýrstarfur kominn á Náttúrugripasafnið í Neskaupstað
Vorið 2017 fékk Náttúrustofa Austurlands styrk úr Samfélagssjóði Alcoa til að stoppa upp hreindýrstarf til sýningar á Náttúrugripasafninu í Neskaupstað. Tarfurinn var frumsýndur á upplestrarkvöldi rithöfunda sem haldið var í Safnahúsinu þann 7. desember sl. „Það er mikill fengur að hafa svo glæsilegt eintak af einu helsta einkennistákni austfirskrar náttúru...
meira -
11. desember 2018
Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði, hlýtur Ásu Wright verðlaunin
Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, hlaut þann 9. desember sl. heiðurverðlaun úr Verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright. Alcoa Fjarðaál er annar hollvina sjóðsins en verðlaunafjárhæðin er 3 milljónir króna. Verðlaunin eru veitt fyrir brautryðjendastarf í rannsóknum í vist- og hagfræði, sjálfbærni, þróun orkukerfa og á sviði...
meira -
15. nóvember 2018
FLOW VR sigraði Gulleggið 2018
Viðskiptahugmyndin FLOW VR sigraði Gulleggið 2018, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. Jón Atli Benediktsson afhenti verðlaunagripinn Gulleggið við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands á laugardaginn. Alcoa Fjarðaál er einn af helstu bakhjörlum keppninnar. 1. sæti Í fyrsta sæti voru FLOW VR sem hlutu að launum 1.000.000 kr. frá Landsbankanum. FLOW VR hlaut...
meira -
06. nóvember 2018
Hlutfall kvenna í framkvæmdastjórnum 100 stærstu fyrirtækja er 26%
Félag kvenna í atvinnulífi (FKA) stóð fyrir ráðstefnunni „Rétt' upp hönd“ sem var haldin þann 31. október á Hilton Reykjavík Nordica. Félagið hefur ásamt samstarfsaðilum úr velferðarráðuneytinu, Sjóvá, Deloitte, Morgunblaðinu og Pipar/TBWA sett af stað hreyfiaflsverkefnið Jafnvægisvogina. Markmið Jafnvægisvogarinnar er að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í...
meira -
17. október 2018
Team Spark heldur neistanum logandi með góðum stuðningi
Árið 2011 hófst þátttaka Team Spark liðs Háskóla Íslands í Formula Student keppninni, með rafknúnum kappakstursbíl. Síðan þá hafa orðið miklar framfarir í hönnun og þróun bílsins, en liðið þarf að hanna eða smíða nýjan bíl á hverju ári. Alcoa Fjarðaál hefur verið einn af bakhjörlum liðsins allt frá árinu...
meira -
16. október 2018
150 manns perluðu af krafti fyrir Kraft
Í gær, mánudaginn 15. október, stóð Alcoa Fjarðaál fyrir stærsta Action-verkefni til þessa en fyrirtækið leggur mikið upp úr sjálfboðaliðavinnu starfsmanna í þágu samfélagsins með samvinnu við ýmis félagasamtök. Um 150 manns tóku þátt í verkefninu, sem stóð frá kl. 14:30 - 17:30 í matsal Fjarðaáls. Tilefnið var m.a. Bleikur...
meira -
15. október 2018
Styrkur til að bæta kennslu í raunvísindatengdum greinum
Þann 8. október afhentu Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Fjarðaáls og Michelle O‘Neill framkvæmdastjóri hjá Alcoa Corp. styrk frá Samfélagssjóði Alcoa (Alcoa Foundation) til Fljótsdalshéraðs. Styrkurinn, sem nemur 80 þúsundum dollara, er varið í að auka og bæta kennslu í leik- og grunnskólum í sveitarfélaginu á sviðum vísinda, tækni, verk- og...
meira -
27. september 2018
Með öræfin í bakgarðinum: Vel heppnuð ráðstefna um tengsl hálendis og samfélags á Austurlandi
Dagana 24. og 25. maí sl. var ráðstefna haldin á Egilsstöðum undir yfirskriftinni „Með öræfin í bakgarðinum. Um tengsl hálendis og samfélags á Austurlandi.“ Alcoa Fjarðaál var einn af styrktaraðilum ráðstefnunnar. Fyrir ráðstefnunni stóð Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands á Austurlandi í samvinnu við Söguslóðir Austurlands, Náttúrustofu Austurlands, Minjasafn Austurlands, Vatnajökulsþjóðgarð/Snæfellsstofu...
meira -
26. september 2018
Alcoa Fjarðaál leggur björgunarsveitinni Geisla lið til kaupa á björgunartæki
Í fyrrahaust fékk björgunarsveitin Geisli á Fáskrúðsfirði styrk úr Samfélagssjóði Alcoa vegna kaupa sveitarinnar á Rescuerunner björgunartæki. Styrkurinn var notaður sem hluti af kaupverði tækisins sem kostaði 2,4 milljónir króna. Óskar Þór Guðmundsson, útgerðarstjóri björgunarsveitarinnar Geisla, segir: „Rescuerunnerinn er eina tækið sinnar tegundar á landinu og gagnast björgunarsveitinni ákaflega vel...
meira -
21. september 2018
Alcoa Corporation aftur valið á sjálfbærnilista Dow Jones
Alcoa, sem er í fararbroddi fyrirtækja á heimsvísu í báxítvinnslu, súráls- og álframleiðslu, hefur verið valið á sjálfbærnivísitölu Dow Jones (DJSI) - sem er heimsþekkt mjög virt viðmið fyrir samfélagslega ábyrgð og sjálfbæra þróun. Eingöngu fyrirtæki sem talin eru standa mjög framarlega hvað sjálfbærni varðar, koma til greina á lista...
meira -
11. september 2018
Flúor í grasi undir viðmiðunarmörkum
Sumarið 2018 mældist flúor í grasi 35,1 µg F/g í grasi sem er undir 40 µg F/g viðmiðunarmörkunum í vöktunaráætlun álversins. Vel er fylgst með styrk flúors í grasi yfir sumartímann í Reyðarfirði til að tryggja sem best heilbrigði grasbíta í firðinum. Alls eru gerðar sex mælingar yfir sumartímann og...
meira -
07. september 2018
Alcoa Fjarðaál auglýsir eftir umsóknum um samfélagsstyrki
Tvisvar sinnum á ári, að vori og að hausti afhendir Alcoa Fjarðaál styrki til ýmiss konar samfélagsverkefna á Austurlandi. Umsóknarfrestur um styrk í haustúthlutun rennur út þann 15. september nk. Framtíðarhagsmunir Alcoa Fjarðaáls og samfélagsins fara saman. Alcoa leggur sitt af mörkum á hverju ári til að stuðla að framgangi...
meira -
07. september 2018
Gengið á Snæfell fyrir Stígamót
Glaðlegur hópur starfsmanna Fjarðaáls og aðstandenda þeirra stóð á toppi Snæfells sunnudaginn 2. september eftir stórkostlega göngu í frábæru veðri. Alls voru 18 í hópnum, að meðtöldum leiðsögumanni, sem tóku þátt í „Action - Fjör með Fjarðaáli" verkefninu. Heilsueflingarnefnd Fjarðaáls hefur á undanförnum árum staðið fyrir viðburðum til heilsueflingar undir...
meira -
04. september 2018
Sjálfboðaliðar frá Alcoa Fjarðaáli og íbúar Fáskrúðsfjarðar laga leikvöll
Fimmtudaginn 30. ágúst réðust níu sjálfboðaliðar frá Fjarðaáli í verkefni á Fáskrúðsfirði undir merkjum „Action – leggjum hönd á plóg” en fyrirtækið styrkir slík verkefni með þrjú hundruð þúsund króna framlagi. Fjölskyldur starfsmanna og aðrir bæjarbúar tóku þátt í verkefninu og var sérstaklega mikið af börnum í hópnum. Forsaga verkefnisins...
meira -
03. september 2018
Starf í boði: Sérfræðingur í vinnuvernd
Alcoa Fjarðaál leitar að jákvæðum og drífandi einstaklingi í starf sérfræðings í vinnuvernd. Markmið starfsins er að koma í veg fyrir atvinnutengda sjúkdóma með því að tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi í samræmi við vinnuverndarlög og staðla Alcoa. Sérfræðingurinn starfar í öflugu umhverfis-, heilsu- og öryggisteymi Fjarðaáls. Smelltu hér til...
meira -
17. ágúst 2018
Sendiráð Póllands á Reyðarfirði
Laugardaginn 23. júní síðastliðinn var pólska sendiráðið með afgreiðslu í álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði. Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi, og Jakub Pilch, sendiráðsritari, afgreiddu þar ýmis erindi Pólverja sem búa á Austurlandi. Meðal annars fengu nokkrar fjölskyldur vegabréf sín endurnýjuð og spöruðu sér þannig ferðalag til Reykjavíkur. Áður...
meira -
14. ágúst 2018
Rótarýklúbbar funduðu í álverinu
Rótarýklúbbarnir á Héraði og í Neskaupstað héldu sameiginlegan fund í álverinu í maí. Áður en fundurinn hófst, skoðuðu fundarmenn kerskála og hreinsivirki álversins og ræddu við Magnús Þór Ásmundsson, forstjóra Fjarðaáls. Þess má geta að Rótarýklúbbar vinna samkvæmt göfugum sjónarmiðum. Skv. upplýsingum á heimasíðu Rótarý á Íslandi er markmið klúbbanna...
meira -
19. júlí 2018
Alcoa Corporation kynnir afkomu annars ársfjórðungs 2018
Alcoa, móðurfyrirtæki Fjarðaáls, tilkynnti í gær niðurstöður 2. ársfjórðungs 2018 sem endurpegla hagstætt verð á bæði súráli og áli. Góðar markaðsaðstæður hafa líka gert fyrirtækinu kleift að draga úr flöktáhættu vegna lífeyrisskuldbindinga. Á öðrum ársfjórðungi 2018 nýtti Alcoa tekjur vegna skuldafjárútboðs og handbært fé til þess að lækka eftirlaunaskuldbindingar um...
meira -
19. júlí 2018
Nýr raflausnarbíll kominn til Fjarðaáls
Fjarðaál hefur fengið afhentan nýjan raflausnarbíl, þann fyrri af tveimur sem eiga að leysa eldri raflausnarbíla af hólmi. Raflausnarbíll er notaður til að tryggja rétta raflausnarhæð í rafgreiningarkerum. Raflausn er þá ýmist soguð upp úr keri eða hellt í ker eftir þörfum. Raflausnina flytur bíllinn í stórri stálfötu sem kallast...
meira -
05. júlí 2018
Vel fylgst með styrk flúors í grasi yfir sumartímann í Reyðarfirði
Eins og undanfarin sumur, eða frá því álver Fjarðaáls í Reyðarfirði hóf rekstur, hefur Náttúrustofa Austurlands (NA) mælt flúormagn í grasi yfir sumarmánuðina víðsvegar í nágrenni álversins. Alls eru gerðar sex mælingar en að hausti er tekið meðaltal allra sýna og fundið meðaltal sumarsins. Nú hefur NA skilað niðurstöðum mælinga...
meira -
22. júní 2018
Kvenréttindadeginum fagnað í Alcoa Fjarðaáli
Frá því álver Fjarðaáls tók til starfa hefur konum á Austurlandi verið boðið í síðdegiskaffi þann 19. júní til þess að fagna afmæli kosningaréttar kvenna. Að meðaltali hafa um tvö hundruð konur mætt, þegið veitingar, hlustað á ræður og notið góðrar tónlistar. Í ár mætti fjöldi kvenna en boðið var...
meira -
15. júní 2018
Starfsmenn Fjarðaáls undirrita sáttmála um góða vinnustaðarmenningu
Sáttmáli um vinnustaðarmenningu Fjarðaáls var afhjúpaður í matsal Alcoa Fjarðaáls þann 29. maí sl. Tómas Már Sigurðsson, framkvæmdastjóri álframleiðslusviðs Alcoa Corporation, sagði af þessu tilefni frá áherslum móðurfélagsins í jafnréttismálum. Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, sagði sáttmálann vera mikilvægan fyrir alla starfsmenn Fjarðaáls þó svo að kveikjan hafi verið...
meira -
13. júní 2018
Allar konur eru velkomnar í Kvennakaffi hjá Fjarðaáli 19. júní
Alcoa Fjarðaál býður, líkt og fyrri ár, konum að koma og þiggja veitingar og upplifa skemmtilega dagskrá í tilefni af kvenréttindadeginum 19. júní. Dagskráin hefst kl. 17:00 í matsal álversins og stendur til kl. 18:00. Dagskráin verður eftirfarandi: Ávörp: Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari í Verkmenntaskólanum á Neskaupstað flytur erindi um stöðu...
meira -
03. júní 2018
Árangursríkur hreinsunardagur Göngufélags Suðurfjarða
Einn af styrkjum Alcoa Fjarðaáls í vorúthlutun 2018 rann til hreinsunarverkefnis á vegum Göngufélags Suðurfjarða. Hreinsunardagurinn var vel auglýstur, meðal annars á Facebook-síðu félagsins. Guðrún Gunnarsdóttir hjá Göngufélaginu segir að þátttakendur hafi verið á bilinu 40-50 manns. „Mannskapurinn dreifðist víða,“ segir Guðrún, „til dæmis í fjörur á Stöðvarfirði og innst...
meira -
12. maí 2018
Alcoa og Rio Tinto kynna fyrsta kolefnislausa framleiðsluferli áls á heimsvísu
(Fréttatilkynning frá Alcoa Corporation) Alcoa Corporation og Rio Tinto kynntu þann 10. maí byltingarkennda aðferð við framleiðslu áls sem losar frá sér súrefni og útrýmir allri beinni losun gróðurhúsalofttegunda frá framleiðslunni. Stjórnendur Alcoa, Rio Tinto og Apple stóðu að fréttamannafundi þar sem tilkynnt var um samvinnuverkefni fyrirtækjanna sem felur í...
meira -
09. maí 2018
Hagnýting í þágu samfélagsins
Ársfundur Sjálfbærniverkefnis Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar var haldinn á Hótel Héraði, Egilsstöðum þriðjudaginn 8. maí undir yfirskriftinni „Hagnýting í þágu samfélagsins“. Þetta var áttundi ársfundur verkefnisins og umfjöllunarefnið var hvernig Sjálfbærniverkefnið geti nýst Austurlandi best. Flutt voru áhugaverð erindi auk þess sem hópastarf skipaði stóran sess í dagskrá. Vífill Karlsson...
meira -
07. maí 2018
Hundraðasti neminn útskrifast frá Stóriðjuskóla Fjarðaáls
Þann 4. maí síðastliðinn útskrifuðust 30 starfsmenn frá Stóriðjuskóla Fjarðaáls. Þau skemmtilegu tímamót urðu í sögu skólans að hundraðasti nemandinn fékk skírteinið sitt í hendurnar, en skólinn hóf göngu sína haustið 2011. Útskriftarathöfnin fór fram í mötuneyti fyrirtækisins, að loknum kynningum á lokaverkefnum nemenda. Öll verkefni höfðu umbætur að leiðarljósi...
meira -
04. maí 2018
Endurheimta votlendi í Fjarðabyggð
Á vegum Landgræðslu ríkisins er að hefjast endurheimt á 60 hektara votlendi í Fjarðabyggð. Verkefnið felur einnig í sér vöktun á breytingum sem verða á svæðinu við þessa aðgerð. Þá er ætlunin að útbúa tilheyrandi fræðsluefni fyrir grunnskólanema og almenning. Verkefnið hlaut 150 þúsund dollara styrk frá Samfélagssjóði Alcoa (Alcoa...
meira -
17. apríl 2018
Samfélagsskýrsla Alcoa Fjarðaáls 2017 er komin út
Á hverju ári skilar Alcoa Fjarðaál inn grænu bókhaldi til Umhverfisstofnunar, ásamt skýrslu sem Náttúrustofa Austurlands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands vinna fyrir fyrirtækið. Á síðasta ári varð sú breyting að grænu bókhaldi er ekki skilað einu og sér, heldur er það hluti af samfélagsskýrslu Alcoa Fjarðaáls. Ástæðan fyrir því að Alcoa...
meira -
12. apríl 2018
Árlegur fundur með sveitarstjórnum á Austurlandi
Þann 27. mars fór fram árlegur fundur hjá Alcoa Fjarðaáli með sveitastjórnum á Mið-Austurlandi. Tilgangur fundarins er að ræða sameiginlega hagsmuni og fara yfir það helsta sem er á döfinni bæði hjá fyrirtækinu og sveitarfélögunum. Þá var fulltrúum stærstu verktaka Fjarðaáls einnig boðið á fundinn að þessu sinni. Yfirskrift fundarins...
meira -
22. mars 2018
Álklasar Íslands og Kanada taka upp formlegt samstarf
Álklasar Íslands og Kanada hafa gert með sér samning um aukið samstarf milli klasanna. Líkt og hérlendis er stærstur hluti kanadískrar álframleiðslu drifinn áfram af endurnýjanlegri orku og því er mikill samhljómur milli þessara landa varðandi mikilvægi umhverfisvænnar álframleiðslu. Með samningnum er lögð áhersla á að efla samstarf á sviði...
meira -
20. mars 2018
Dansbylting gegn kynbundnu ofbeldi í matsal Alcoa Fjarðaáls
Í hádeginu sl. föstudag, þann 16. mars, glumdi tónlistin í matsal Fjarðaáls og bæði menn og konur dilluðu mjöðmum og stigu dans í takt við tónana. Enda þótt fjörið hafi verið dæmalaust, var tilefnið alvarlegra. Um var að ræða árlegan viðburð á vegum UNWomen í formi dansbyltingar gegn kynbundnu ofbeldi...
meira -
13. mars 2018
Betri gönguleiðir og minni ágangur á Víknaslóðum
Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystra fékk 400.000 króna styrk frá samfélagssjóði Alcoa Fjarðaáls árið 2016 til verkefnis sem nefndist „Viðhald og uppbygging innviða göngusvæðisins á Víknaslóðum við Borgarfjörð eystri með tilliti til ágangs ferðamanna.“ Nú er verkefninu lokið og Hafþór Snjólfur Helgason, formaður ferðamálahópsins segir frá því hvernig hafi til tekist. „Styrknum...
meira -
08. mars 2018
Alcoa Fjarðaál styrkti nýtt hjól fyrir þolpróf á endurhæfingardeild FSN
Frá því Alcoa Fjarðaál var stofnað hefur fyrirtækið á ýmsan hátt stutt við Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað (FSN), aðallega gegnum Hollvinasamtök FSN. Samtökin eru mjög virk og gefa fyrirtækjum á Austurlandi vísbendingu um ef sárlega vantar einhvern útbúnað á FSN sem ekki hefur fengist opinber fjárveiting til. Árið 2007 gaf Fjarðaál...
meira -
28. febrúar 2018
Alcoa Fjarðaál auglýsir eftir umsóknum um samfélagsstyrki
Tvisvar sinnum á ári, að vori og að hausti afhendir Alcoa Fjarðaál styrki til ýmiss konar samfélagsverkefna á Austurlandi. Umsóknarfrestur um styrk í vorúthlutun 2018 rennur út þann 10. mars nk. Framtíðarhagsmunir Alcoa Fjarðaáls og samfélagsins fara saman. Alcoa leggur sitt af mörkum á hverju ári til að stuðla að...
meira -
21. febrúar 2018
Einstakt tækifæri fyrir 16-18 ára ævintýraþyrsta nemendur að upplifa stórkostlega náttúru í þjóðgarði í Bandaríkjunum
Alcoa Fjarðaál hvetur 16-18 ára unglinga sem eru hrifnir af náttúru og vísindum til að sækja um þátttöku í leiðangri um Yosemite þjóðgarðinn í Kaliforníu eða Shenandoah þjóðgarðinn í Virginíu á vegum NatureBridge-samtakanna í tvær vikur í sumar ásamt öðrum unglingum á sama aldri. Samfélagssjóður Alcoa greiðir allan ferða- og...
meira -
08. febrúar 2018
Starf nemendaleikfélagsins Djúpið gefur menningarlífi í Fjarðabyggð nýjar víddir
Á undanförnum árum hefur Alcoa Fjarðaál styrkt Nemendaleikfélag Verkmenntaskóla Austurlands en það var stofnað haustið 2005. Vorið 2006 setti leikfélagið á fjalirnar sinn fyrsta söngleik, Cry Baby. Síðan þá hefur Djúpið sett á svið á hverju ári eða samtals 12 verk. Hafa verkin flest verið í söngleikjaþema en þó eru...
meira -
02. febrúar 2018
Söfnun áls í sprittkertum heldur áfram
Góðar undirtektir voru við tilraunaátaki um söfnun áls í sprittkertum, sem stóð yfir í desember og janúar. Yfirskrift átaksins var „Gefum jólaljósum lengra líf.“ Tilgangurinn með átakinu var að efla vitund þjóðarinnar um mikilvægi þess að flokka og endurvinna það ál sem fellur til hjá heimilum og fyrirtækjum. Skemmst er...
meira -
01. febrúar 2018
Alcoa Fjarðaál styrkir UNWomen á Íslandi í tilefni af #metoo bylgjunni
Síðustu vikur hefur verið staðið fyrir fundaröð hjá Alcoa Fjarðaáli undir merkjum #metoo byltingarinnar. Öllum starfsmönnum fyrirtækisins hefur verið boðið að taka þátt í fundum þar sem vinnustaðarmenning, kynbundin mismunun og áreitni voru í forgrunni. Alls hafa farið fram 15 fundir til að gefa öllum starfsmönnum tækifæri á því að...
meira -
24. janúar 2018
Fyrirmyndarfyrirtæki Viðskiptablaðsins: Magnús Þór Ásmundsson hjá Fjarðaáli telur samfélagslega ábyrgð góðan „bisness“
Nýlega kom út fylgirit Viðskiptablaðsins vegna vals fyrirmyndarfyrirtækja í rekstri árið 2017. Alcoa Fjarðaál lenti í 22. sæti meðal stærri fyrirtækja og af því tilefni var viðtal við Magnús Þór Ásmundsson, forstjóra Alcoa á Íslandi. Í pistli ritsjóra blaðsins, Trausta Hafliðasonar, kemur fram að í heildina komast ríflega 850 fyrirtæki...
meira -
22. janúar 2018
Alcoa Corporation kynnir niðurstöður fjórða ársfjórðungs og alls ársins 2017
Í síðustu viku tilkynnti Alcoa Corporation niðurstöður fjórða ársfjórðungs og alls ársins 2017. Afkoma síðasta ársfjórðungs og ársins í heild endurspeglar hækkun súráls- og álverðs ásamt góðum árangri stefnu fyrirtækisins að draga úr flækjustigi, skila afkomu og styrkja efnahagsreikninginn. Fyrirtækið átti í árslok 1,36 milljarða Bandaríkjadala (sem samsvarar 139,8 milljörðum...
meira -
04. janúar 2018
Mat á samfélagsvísum og verklagi Sjálfbærniverkefnis Alcoa og Landsvirkjunar
Í október 2017 voru liðin tíu ár frá því að vöktun Sjálfbærniverkefnis Alcoa og Landsvirkjunar hófst. Í tilefni þess ákváðu eigendur verkefnisins að leita til Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um framkvæmd úttektar á samfélagsvísum og verklagi verkefnisins. Markmið rannsóknarinnar var: „Að leggja mat á samfélagsvísa í Sjálfbærniverkefni Alcoa og Landsvirkjunar á...
meira -
03. janúar 2018
Karlmaður eða ofur-karlmaður? Danssýningin Macho Man sýnd á fjórum stöðum á Austurlandi
Danshöfundurinn Katrín Gunnarsdóttir og fleiri stóðu fyrir sýningarferðalagi með verðlaunaverkið Macho Man í október 2017. Dansverkið var sýnt á fjórum stöðum, í Neskaupsstað, á Eskifirði, Seyðisfirði og Egilsstöðum. Verkefnið hlaut m.a. styrk frá samfélagssjóði Alcoa, Fljótsdalshéraði og Fjarðabyggð en sýningarferðalagið var unnið í samstarfi við sýningarstaðina á Austurlandi, Menningarmiðstöð Fljótdalshéraðs...
meira