15. maí 2024

Nítján útskrifuð úr stóriðjuskólanum



Nítján nemendur útskrifuðust úr grunnnámi Stóriðjuskóla Alcoa Fjarðaáls í lok apríl við hátíðlega athöfn í álverinu á Reyðarfirði. Þetta er þrettánda árið sem skólinn er starfræktur en hann er samstarfsverkefni Fjarðaáls, Austurbrúar og Verkmenntaskóla Austurlands. Skólinn byggir á hugmynd frá Rio Tinto Alcan en námsleiðirnar hafa verið aðlagaðar að þörfum Alcoa Fjarðaáls.

Stóriðjuskólinn hefur verið vel sóttur af starfsfólki Fjarðaáls sem þar fær tækifæri til þess að bæta við sig þekkingu og hækka í launum. Hagur fyrirtækisins er einnig mikill en út úr skólanum kemur hæfara starfsfólk sem getur tekið á sig aukna ábyrgð og leiðbeint reynsluminna samstarfsfólki. Slíkur mannauður skiptir sköpum fyrir stöðugleika verksmiðjunnar.

Fyrir athöfnina kynntu útskriftarnemar lokaverkefni sín fyrir samnemendum og stjórnendum fyrirtækisins. Þar litu ljós margar góðar umbótahugmyndir sem áfram verður unnið með. Í september er stefnt að því að nýr hópur hefji nám í grunnnámi og eftir áramót hefst kennsla í framhaldsnámi stóriðjuskólans fyrir þau sem lokið hafa grunnnáminu.

Í september er stefnt að því að nýr hópur hefji nám í grunnnámi og eftir áramót hefst kennsla í framhaldsnámi stóriðjuskólans fyrir þau sem lokið hafa grunnnáminu.