07. september 2018
Gengið á Snæfell fyrir Stígamót
Glaðlegur hópur starfsmanna Fjarðaáls og aðstandenda þeirra stóð á toppi Snæfells sunnudaginn 2. september eftir stórkostlega göngu í frábæru veðri. Alls voru 18 í hópnum, að meðtöldum leiðsögumanni, sem tóku þátt í „Action - Fjör með Fjarðaáli" verkefninu.
Heilsueflingarnefnd Fjarðaáls hefur á undanförnum árum staðið fyrir viðburðum til heilsueflingar undir merkjum „Alcoans in Motion” en það er alþjóðlegt átak á vegum Samfélagssjóðs Alcoa í Bandaríkjunum. Það snýst um að a.m.k. átta manns taki sig saman, safni fleira fólki og hlaupi, syndi, gangi eða hreyfi sig á annan hátt í sameiginlegu átaki. Nú hefur Alcoa Fjarðaál tekið við kyndlinum og kallast verkefnin „Action - Fjör með Fjarðaáli." Ráðist er í tvö verkefni á ári og í hvert skipti er valið gott málefni sem styrkt er með 300.000 króna framlagi frá fyrirtækinu. Fyrra verkefnið í ár var ganga upp að Strútsfossi í Fljótsdal í sumarbyrjun og með göngunni styrkti Alcoa Fjarðaál Hollvinasamtök FSN.
Í þessu seinna verkefni ársins var gengið til styrktar verkefni Stígamóta, „Stígamót á staðinn," en það miðar að því að koma með þjónustu félagsins til fólksins á landsbyggðinni.
Myndirnar sýna hversu góð stemming og samheldni ríkti meðal þátttakenda.