12. apríl 2018

Árlegur fundur með sveitarstjórnum á Austurlandi

Þann 27. mars fór fram árlegur fundur hjá Alcoa Fjarðaáli með sveitastjórnum á Mið-Austurlandi. Tilgangur fundarins er að  ræða sam­eigin­lega hags­muni og fara yfir það helsta sem er á döf­inni bæði hjá fyrir­tæk­inu og sveitarfélög­unum. Þá var fulltrúum stærstu verktaka Fjarðaáls einnig boðið á fundinn að þessu sinni.

Yfirskrift fundarins var jafnrétti og vinnustaðarmenning og voru flutt nokkur afar fróðleg erindi þar að lútandi. Guðný Hauksdóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Fjarðaáli, fjallaði um ferlið við innleiðingu jafnlaunavottunar en Fjarðaál var fyrsta stórfyrirtækið hér á landi til að hljóta vottun velferðaráðuneytisins á staðlinum á síðasta ári. Þá dró Tinna Halldórsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú upp kynjamynd af Austurlandi og veltu margir vöngum yfir sláandi tölfræði um launamun kynjanna á Austurlandi. María Ósk Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri framleiðsluþróunar, upplýsingatækni og fjárfestinga fjallaði um #metoo fundi sem Fjarðaál stóð fyrir í byrjun árs og aðgerðir sem fylgja hjá fyrirtækinu.

Að lokum fjölluðu Hilmar Sigurbjörnsson og Hólmgrímur Bragason sem báðir eru sérfræðingar í mannauðsteymi Fjarðaáls, um helgun í starfi og mikilvægi góðrar vinnustaðarmenningar. Fundurinn var vel heppnaður og umræður góðar.

 

Sveitastjorn_5

Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú, greindi frá rannsóknum á stöðu kvenna á Austurlandi. 

 


Sveitastjorn_5

Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs.

 


Sveitastjorn_5

Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri Seyðisfjarðar og Arnbjörg Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar.

 


Sveitastjorn_5

Guðný Björg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Fjarðaáli, sagði frá jafnlaunavottun fyfirtækisins.

 


Sveitastjorn_5

María Ósk Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri framleiðsluþróunar, upplýsingatækni og fjárfestinga hjá Fjarðaáli, fjallaði um fyrirtækið og #metoo hreyfinguna.

 


Sveitastjorn_5

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.