13. janúar 2017
Viðburðaríkt og ánægjulegt ár hjá Fjarðaáli
Fjarðaálsfréttir 2016 eru komnar út en þær hafa komið út á hverju hausti síðan árið 2008. Í þeim er að finna skemmtileg viðtöl, áhugavert efni um áliðnaðinn, fréttir af framleiðslu Fjarðaáls og margt fleira. Blaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á Mið-Austurlandi, allt frá Höfn til Vopnafjarðar.
(Neðst á þessari síðu er að finna hlekki á Fjarðaálsfréttir frá 2009-2015.)
Í þessu 9. tölublaði er að finna viðtöl við ýmsa aðila sem tengjast álveri Fjarðaáls, t.a.m. Kanadamanninn Luke Tremblay sem dvaldi á Reyðarfirði í eitt ár til að aðstoða í álverinu og tvo starfsmenn Securitas sem hafa einstök áhugamál en annar þeirra safnar Star Wars fylgihlutum og hinn hefur sérhæft sig í einkar frumlegri ljósmyndatöku. Þá koma enn fjölbreyttari áhugamál fram í viðtali við Júlíus Brynjarsson, framkvæmdastjóra skautsmiðju Fjarðaáls, sem m.a. er að gera upp gamlan Volkswagen „rúgbrauð“ og Trabant-bíl.
Heilsugæslu og heilsueflingu hjá Fjarðaáli eru gerð góð skil í blaðinu en tveir hjúkrunarfræðingar og einn iðnaðarheilsufræðingur sjá um að halda starfsfólkinu hraustu, heilbrigðu og á hreyfingu. Heilsueflingarteymið stóð fyrir tíu góðgerðarverkefnum sem fólust í hreyfingu á árinu og öfluðu með því um þremur milljónum í þágu aldraðra á Mið-Austurlandi. Þá stóð teymið fyrir heimsókn Blóðbankans á Austurland í sumar en þetta er í fyrsta skipti sem blóði hefur verið safnað í landshlutanum. Einnig er fjallað um sjálfboðaliðastörf starfsmanna en alls tóku þeir þátt í 21 verkefni og öfluðu með því um 6,5 milljónum til ýmiss konar félagasamtaka á svæðinu.
Tvisvar á ári afhendir Fjarðaál samfélagsstyrki og er ítarlega fjallað um nokkra styrkþega í blaðinu en verkefnin sem fjallað er um gefa góða mynd af þeirri fjölbreyttu menningarstarfsemi sem á sér stað á Mið-Austurlandi. Það kemur í ljós að Alcoa Fjarðaál og Samfélagssjóður Alcoa veittu um 140 milljónir til ýmissa verkefna og félagasamtaka á árinu 2016.
Í blaðinu er fjallað um margt fleira sem ekki verður allt talið upp hér en geta má þess að óvenju mikið af ljósmyndum prýða blaðið, þar á meðal frá heimsókn leikskólabarna í álverið, jólaballi starfsmanna, ofangreindum sjálfboðaliðaverkefnum o.fl.
Blaðinu hefur verið dreift á Austurlandi en einnig má skoða það í pdf-formi (5 MB) með því að smella hér: Download Fjardaalsfrettir_2016_lr.
Eldri eintök af Fjarðaálsfréttum:
Fjarðaálsfréttir 2015
Download Fjardaalsfrettir_2015_lr
Efnisyfirlit:
4 Starfsemi Alcoa Fjarðaáls 2014 5 Ávarp forstjóra 6 Idolstjarnan í álverinu
9 Álið frá Fjarðaáli snýr aftur heim til Íslands 10 Mikilvægum verkefnum hefur verið hrint í framkvæmd 12 Konan á bak við tjöldin
14 Konur í álveri – ljósmyndasýning 20 Mikilvægt að leita sér ráða í byrjun 22 Helgi Laxdal vinnur að því að bæta samfélagið
24 Svipmyndir frá árinu 26 Karlar berjast fyrir jöfnum rétti 28 Tóku jógakennarann í Tælandi 29 Mæðgurnar Þórey og Hrafnhildur
31 Velferðarþjónustan hjá Fjarðaáli 32 Heppin ungmenni fengu dvöl í bandarískum þjóðgarði 34 Reykjavíkurmærin sem flutti á Norðfjörð
36 Gífurleg tækifæri fyrir skapandi greinar á Austurlandi 38 Styrkúthlutun 40 Hvergerðingur heldur uppi árlegu stuði á Norðfirði
41 Rauan Meirbekova – áhrif snefilefna við rafgreiningu áls 42 Gætum lagt miklu meira að mörkum
44 Tveir starfsmenn fara í Earthwatch-leiðangur 46 Álnotkun í byggingariðnaði
Fjarðaálsfréttir 2014
Download Fjardaalsfrettir_2014_lr
Efnisyfirlit:
3 Ávarp forstjóra Fjarðaáls 4 Starfsemi Fjarðaáls 2013 5 Vel hægt að vinna á vöktum
6 Í námi jafnhliða starfi 7 Pólskt bókasafn lítur dagsins ljós 8 Enn gríðarleg sóknarfæri til staðar
10 Stuðningur fyrir krabbameinssjúka 11 Reynsla sem ég mun aldrei gleyma 12 Styrkúthlutanir Alcoa Fjarðaáls
13 Dægurlagadraumar í Mjóafirði 14 Fjarðaál - í lífi og starfi árið 2014 16 Flúor ekki í því magni að geta skaðað
17 Í Action 18 Álklasinn 19 Vörur sem skila meiru í þjóðarbúið 20 Oddur álbóndi gerir garðinn frægan
22 Jafnrétti mun aukast 23 Spriklandi lax og bleikja í Jökulsá á Dal 24 Alls staðar yndislegt fólk
26 Gunnarshús á Skriðuklaustri 75 ára 27 Fróðleiksmolar - sífellt meira ál í bílum